Aspen 2 fæst í 1L, 5L, 25L og 200L einingum
Aspen 2 Tvígengis bensín
5.131 kr.
Aspen 2 – Hágæða tilbúið tvígengis bensín
Aspen 2 er alkylat bensín fyrir tvígengis vélar, forblandað í hlutfallinu 50:1 með hágæða, lífbrjótanlegri og fullsyntetískri tvígengis olíu. Það er fullkomið fyrir t.d. Keðjusagir, slátturorfa, Steinsagir, Runnaklippur, Blásara o.s.f.v
Þetta eldsneyti hefur verið þróað í nánu samstarfi við fagfólk og er hannað með lágmarks umhverfisáhrif og betra vinnuumhverfi í huga. Aspen 2 er nánast laust við skaðleg efni eins og bensen, arómatísk kolvetni og ólefín, sem geta valdið alvarlegum heilsufarsvandamálum. Það minnkar mengandi útblástur og heldur vélinni hreinni, sem dregur úr sótmyndun og kolsöfnun. Þetta tryggir jafnari og skilvirkari virkni vélarinnar, auðveldari ræsingu og lengri geymsluþol án þess að gæði bensínsins minnki.
Olían í Aspen 2 er valin og þróuð með framtíðina í huga. Hún er fullsyntetísk, inniheldur allt að 60% endurnýjanlegt efni, er laus við ösku og leysiefni, og veitir einstaklega hreina vél með hámarks smureiginleikum við allar aðstæður. Með Aspen 2 vinnur vélin þín betur, er auðveldari í gang og hefur lengri endingartíma.