ASPEN 4 Fjórgengis bensín

5.131 kr.

Aspen 4 er sérþróað alkylat bensín án olíu, hannað fyrir fjórgengis vélar. Það hentar fullkomlega fyrir sláttuvélar, jarðvinnuvélar, snjóblásara, báta og aðrar vélar sem keyra á hreinu/óblönduðu bensíni.

Hefðbundið bensín inniheldur etanól sem dregur í sig raka og getur valdið vélarbilunum. Aspen 4 er án etanóls, sem gerir það sérstaklega hentugt fyrir notkun í sjávarumhverfi og vélar sem þurfa stöðugt áreiðanlegt eldsneyti. Ef það er notað í tvígengis utanborðsmótora, er einfalt að blanda því við utanborðsolíu – til að minnka umhverfisáhrif er mælt með lífbrjótanlegri olíu.

Aspen 4 hefur verið þróað í samstarfi við fagfólk með áherslu á sem minnst umhverfisfótspor og betra vinnuumhverfi. Eldsneytið er nánast laust við skaðleg efni eins og bensen, arómatísk kolvetni og ólefín, sem geta haft alvarleg áhrif á heilsu notenda. Þetta tryggir hreinni útblástur, hreinni vél og minni uppsöfnun kols í brunahólfi og kerti vélarinnar.

Aspen 4 má geyma í langan tíma án þess að það tapi gæðum, sem tryggir auðvelda ræsingar jafnvel eftir langan stöðvunartíma. Með Aspen 4 vinnur vélin betur, á skilvirkari hátt og hefur lengri endingartíma. Notkun þess getur einnig minnkað myndun ósons við jörðu (svifryksmengun) um allt að 40%.

Category: